Fundargerðir 2017, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1782
15. mars, 2017
Annað
‹ 7
8
Fyrirspurn
Fundargerð bæjarráðs frá 9.mars sl. a.Fundargerð hafnarstjórnar frá 1.mars sl. b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.febr.sl. c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 24. febr. sl. d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 20.febr. sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8.mars sl. a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 24.febr. sl. b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 20.febr. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.mars sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 8.mars sl. a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 1.mars sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 10.mars sl. Fundargerð forsetanefndar frá 10.mars sl.
Svar

Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson tekur til máls undir fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 7. mars sl. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson svarar andsvari.

Til máls öðru sinni undir fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 7. mars sl. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir Fundir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8.mars sl.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir undir fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 8.mars sl. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir kemur að stuttri athugasemd.

Bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson kemur að eftirfarandi bókun f.h. fulltrúa minnishlutans undir fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 7. mars sl.:

"Skarðshlíðarhverfið er eina íbúðahverfið á höfuðborgarsvæðinu sem hefur verið tilbúið til úthlutunar og framkvæmda frá því fyrir hrun. Í ljósi þess ástands sem hefur verið ríkjandi á húsnæðismarkaði og mikillar eftirspurnar eftir lóðum til nýbygginga er með öllu óskiljanlegt að meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafi ákveðið að bíða með úthlutun lóða á svæðinu þar til undir lok yfirstandandi kjörtímabils. Á sama tíma hefur framboð lóða í sveitarfélaginu verið mjög takmarkað og fjölgun íbúða hvorki í samræmi við þörf né uppbyggingu í nágrannasveitarfélögunum.
Teljum við brýnt að ekki verði frekari tafir á úthlutuð lóða í Skarðshlíðarhverfi og hugað verði að framtíðarstefnumörkun í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum, hvort sem það felst í þéttingu eldri byggðar eða í skipulagningu nýrra íbúðahverfa. Þriðja sveitarfélag landsins getur ekki haldið áfram að skila auðu í húsnæðismálum.

Gunnar Axel Axelsson
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir
Adda María Jóhannsdóttir
Margrét Gauja Magnúsdóttir"

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson og kemur að eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar undir fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 7. mars sl.:

"Lóðum undir fjölbýli í Skarðshlíð var úthlutað árið 2016, eru það alls 231 íbúð. Nú í vor verður úthlutað um 160 íbúðum í sérbýli í Skarðshlíð. Samþykkt hefur verið að vinna nýtt skipulag íbúðarbyggðar í Hamranesi og unnið er að þéttingu byggðar víða í sveitarfélaginu."