Ingi Tómasson tekur til máls. Einnig Sigurður Þ. Ragnarsson og kemur Ingi Tómasson til andsvars og svarar Sigurður andsvari.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 greiddum atkvæðum en Sigurður Þ. Ragnarsson greiðir atkvæði á móti.
Þá kemur Sigurður Þ. Ragnarsson að svohljóðandi bókun:
Deilskipulag þessara lóða fela í sér enn eina aðförina að einkabílnum. Gert er ráð fyrir að bílastæðahlutfall verði 0,9. Það hefur sýnt sig að við fjölbýli t.a.m. á Völlunum, að þó bílastæðahlutfall sé 1,5 er oft umtalsverður skortur á bílastæðum. Þá stöðu eigum við að forðast og greiði ég því atkvæði gegn umræddu deiliskipulagi.