Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1840
22. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 14.janúar sl. Skipulagsfulltrúi kynnir stöðu þróunarverkefnis reita 1-4. Uppfærð skipulagslýsing dags. jan 2020 þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar ásamt tillögu að aðalskipulagsbreytingu lögð fram. Einnig er lagður fram deiliskipulagsuppdráttur Ask arkitekta dags. jan 2020 vegna reita 6, 10 og 11 og deiliskipulagsuppdráttur Tark arkitekta dags. 19.12.2019 vegna reita 7, 8 og 9.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á skipulagslýsingu og landnotkunarflokki aðalskipulagins og að málsmeðferð verði í samræmi við 36.gr. skipulagslaga. Jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarráð deiliskipulag fyrir reiti 6, 10 og 11 og deiliskipulag fyrir reiti 7, 8 og 9 og að málsmeðferð verði í samræmi við 41.gr skipulagslaga. Jafnframt er framlögðum deiliskipulagstillögum, breyting skipulagslýsingar og landnotkunarflokk aðalskipulagins vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. Vinnu við þróunarreiti 1-4 er vísað til kynningar í bæjarráði.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og svarar Ingi andsvari.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.