Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 669
29. janúar, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram skipulagslýsing í samræmi við 36.gr. skipulagslaga vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Hamranessvæðinu. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 breytist landnotkun svæðisins úr Verslunar- og þjónustusvæði (VÞ11), Samfélagsþjónusta (S34) í Miðsvæði.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingu dags. 24.01.2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda skipulagslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015.