Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á skilmálum um þróunarreiti í Hamranesi.
Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar setur spurningarmerki við þá hugmynd að hafa lágmarksviðmið lóðargjalda við 75 fm íbúð. Með því er verið að refsa byggingaraðila fjárhagslega vilji hann byggja litlar íbúðir, einmitt þær íbúðir sem mikil eftirspurn er eftir.