Fyrirspurn
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti á fundinn.
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23. október sl.
Lagt fram erindi Íbúðarfélagsins Bjarg móttekið 9.10.2018. Einnig lögð fram tillaga að lóð í Hamranesi dags. okt. 2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að þróunarreit fyrir um 150 íbúðir til handa Bjargi íbúðarfélagi og vísar erindinu til Bæjarráðs.
Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að Bjarg íbúðarfélag sæki um lóð undir íbúðir í Hafnarfirði eftir að hafa skilað lóð í Skarðshlíð fyrr á árinu vegna íþyngjandi skilmála sem féllu ekki innan kostnaðarmarkmiðs reglugerðar um almennar íbúðir. Í Hafnarfirði eru langir biðlistar eftir félagslegu húsnæði og skortur á hagkvæmu húsnæði á viðráðanlegum kjörum fyrir almenning. Það er því mikilvægt að vinna að því að úthluta Bjargi íbúðarfélagi lóð svo framkvæmdir geti hafist sem fyrst.