Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 664
4. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram til umfjöllunar tillaga að úthlutunarleiðum nýbyggingarsvæðis í Hamranesi dags. 03.12.2018 sem ráðið fól skipulagsfulltrúa að vinna.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir minnisblað skipulagsfulltrúa og felur honum að útfæra hugmyndina nánar.

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur áherslu á að gætt verði að því að ný byggingarsvæði verði vel skilgreind í skipulagsskilmálum með tilliti til blandaðrar byggðar sem svari fjölbreyttum þörfum íbúa. Í því sambandi er vert að benda á að á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlaða eru 56 einstaklingar og þar af eru 28 í brýnni þörf og geta flutt strax. Stefna stjórnvalda er að stuðla að sjálfstæðri búsetu íbúa með fjölþættri þjónustu og nauðsynlegt að sveitafélög taki mið af því. Nýtt húsnæði þarf að hanna með tilliti til algildrar hönnunar, en í mörgum tilfellum gengur það ekki nægilega langt og mætir ekki þörfum fatlaðs fólks, t.d. varðandi þarfir fólks er varðar hjálpartæki, aukins aðgengis og aðra þætti er krefjast rýmis svo sem aðstöðu fyrir starfsfólk. Hvatt er til þess að í skilmálum fyrir lóðir í Hamranesi I verði tekið fram að aðilar séu beðnir um að taka tillit til þessa við hönnun húsnæðis og íbúða og að ákveðið hlutfall íbúða í Hamranesi I séu hannaðar með hliðsjón af ofangreindum þörfum og hjólastólaðgengi.