Hamranes I, nýbyggingarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1859
9. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 3.desember sl. Breytingar vegna þróunarreita.
Lögð fram ósk Aðaltorgs um skil á þróunarreit nr. 1 - 75 íbúðir.
Lagt fram minnisblað vegna þróunarreita ásamt tillögum að úthlutunum á vestursvæði í Hamranesi
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir ósk Aðaltorgs um skil á þróunarreit nr.1.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þróunarreit 1A/2A verði úthlutað til systur-/dótturfélags Eyktar ehf, Varmárbyggðar ehf, áætlaður fjöldi amk. 150 íbúðir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þróunarreit 3A verði úthlutað til óstofnaðs dótturfélags Skugga ehf, áætlaður fjöldi íbúða er amk. 120.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þróunarreit 5A verði úthlutað til óstofnaðs dóttur-/hlutdeildarfyrirtæki Sundaborgar ehf, amk. 110 íbúðir.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson og svarar Ingi andsvari.

Einnig tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls og kemur Sigurður Þ. til andsvars. Rósa svarar andsvari.

Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson og svarar Friðþjófur andsvari. Þá kemur Ágúst Bjarni til andsvars öðru sinni. Einnig kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars og svarar Friðþjófur andsvari.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi afgreiðslur bæjarráðs vegna þróunarreita á nýbyggingarsvæði í Hamranesi.