Rimmugýgur, húsnæðismál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3463
4. maí, 2017
Annað
Svar

Adda María Jóhannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjóri kynnti stöðun málsins. Bæjarstjóra er falið að vinna áfram að málinu.


Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram svohljóðandi bókun:

"Þar sem ljóst er að húsnæðismál víkingafélagsins Rimmugýgjar eru í uppnámi og fyrirséð að félagið lendi í miklum vanda á næstu dögum þar sem þeim hefur verið gert að rýma núverandi húsnæði sitt að Lækjargötu 2 sem stendur til að rífa. Í ljósi þessa leggjum við til að félagið fái inni í Straumi, eins og þeir hafa lýst sig tilbúna til, a.m.k. tímabundið þar til önnur og varanlegri lausn verður fundin á húsnæðismálum félagsins. Félagið hefur um árabil komið að og staðið fyrir ýmsum viðburðum í bænum og tengjast ásýnd hans sterkt, enda Hafnarfjörður gjarnan kallaður Víkingabærinn. Teljum við óhæft að þeir þurfi að leita út fyrir bæjarfélagið með aðstöðu fyrir starfsemi sína."