Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Fundarhlé gert kl. 16:15.
Fundi fram haldið kl. 16:20.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Margréti Gauja Magnúsdóttir gerir stutta athugasemd.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur öðru sinni bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.
Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir víkur frá kl. 16:37
2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.
Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur til máls.
Fyrirliggjandi leigusamningur er samþykktur með 5 greiddum atkvæðum, 4 greiða atkvæði á móti, 1 situr hjá.
Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að ekki hafi verið sýnt fram á þörf bæjarins fyrir húsnæði af þessu tagi, á þessu svæði, til svo langs tíma. Teljum við að eðlilegra væri, ef áhugi er fyrir hendi að styrkja verkefnið, að það sé gert með gagnsæjum hætti en sá leigusamningur sem hér liggur fyrir er mjög ógagnsær. Það skýtur skökku við að taka húsnæði til leigu á svæði þar sem nóg er framboð af svipuðu húsnæði á svæðinu til félagstengdrar starfsemi og ekki sé gætt jafnræðis félagasamtaka á svæðinu. Einnig er það yfirlýst stefna meirihlutans að draga úr húsnæðiskostnaði bæjarsjóðs og selja eignir bæjarins en á sama tíma er verið að leigja hér húsnæði til 5 ára, fyrir 30 milljónir, í óskilgreinda starfsemi. Þá vekur það furðu að að hér sé verið að leggja fyrir og samþykkja samning sem tekur gildi eftir meira en ár.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikil uppbygging er á Völlunum og gera áætlanir ráð fyrir að íbúafjöldi hverfisins verði samtals um 6.500 þegar Vellir og Skarðshlíð verða fullbyggð. Staðsetning safnaðarheimilis Ástjarnarkirkju er mjög góð með tilliti til þjónustu við íbúa hverfisins og eins og yfirferð sviðstjóra sýnir í meðfylgjandi minnisblaði mun framlagður leigusamningur sem hér er samþykktur gefa tækifæri til að bregðast við aukinni þjónustuþörf sem fylgir fjölgun íbúa í hverfinu. Meðal annars til að leysa húsnæðisvanda frístundaheimila á svæðinu, starfrækja útibú Tónlistarskólans og efla félagsstarf stækkandi hóps eldri borgara í bænum.