Í ljósi tíðra og alvarlegra slysa á Reykjanesbraut í Hafnarfirði áréttar bæjarráð Hafnarfjarðar mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur á brautinni án tafar. Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af umferðaröryggi á veginum og skorar á samgönguyfirvöld að hefja nú þegar undirbúning að öllum framkvæmdum við brautina sem hafa verið á samgönguáætlun til margra ára án fjármagns. Það er mjög aðkallandi að ljúka framkvæmdum og tryggja umferðaröryggi vegfarenda á þeim hluta brautarinnar sem liggur í gegnum Hafnarfjörð þar sem umferðarþungi hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og fer vaxandi.