Fyrirspurn
9. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.desember sl.
Lagt fram á ný erindi Norðurhellu 13 um breytingu á skipulagi svæðisins. Skipulags og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að vinna tillögu að breyttu aðalskipulagi með það að markmiði að breyta landnotkun fyrir lóðirnar Norðurhellu 13-15-17-19 og Suðurhellu 12-14 í blandaða byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Bæjarstjórn staðfesti erindið á fundi sínum þann 28.10. s.l. Lögð fram skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu skipulagsverkefnisins og vísar henni í kynningu og samráð samanber 30.gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.