Til máls tekur Ingi Tómasson.
Einnig tekur til máls Ágúst Bjarni Garðarsson sem og Sigurður Þ. Ragnarsson sem leggur fram tillögu um að afgreiðslu málsins verði frestað.
Þá tekur Rósa Guðbjartsdóttir til máls. Sigurður Þ. svarar andsvari.
Til máls öðru sinni tekur Ingi Tómasson og til andsvars kmeur Sigurður Þ.
Ágúst Bjarni tekur til máls öðru sinni. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ágúst Bjarni svarar andsvari og Sigurður kemur til andsvars öðru sinni. Einnig til andsvars kemur Ingi Tómasson.
Þá tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Einnig Friðþjófur Helgi Karlsson og kemur Ágúst Bjarni til andsvars. Einnig kemur Ingi tómasson til andsvars við ræðu Friðþjófs. Þá kemur Guðlaug Kristjánsdóttir til andsvars.
Kristinn Andersen forseti ber um framkomna tillögu m frestun á afgreiðslu málsins milli funda og er tillagan samþykkt samhljóða.
Friðþjófur Helgi Karlsson gerir grein fyrir atkvæði sínu sem og Ágúst Bjarni Garðarsson.