Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1889
20. apríl, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
4. liður ur fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 12. apríl sl.
Bæjarstjórn samþykkti 26.1.2022 að auglýsa deiliskipulag Selhrauns suðurs samhliða breytingu á aðalskipulagi í samræmi við skipulagslög. Breytingin felst í að á Norðurhellu 13-19 er heimilað að vera með 67 íbúðir í þegar byggðum húsum. Á lóðunum er gert ráð fyrir leiksvæðum, sorp- og hjólageymslum. Við Suðurhellu 12-20 er gert ráð fyrir 132 íbúðum í fimm nýjum fjölbýlishúsum, 4-6 hæða. Á lóðunum er gert ráð fyrir leiksvæðum, sorp- og hjólageymslum. Bílageymslur eru undir húsum við Suðurhellu 14-18. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 5. apríl 2022. Umsögn barst frá Veitum. Skipulags- og byggingarráð þakkar ábendingu Veitna og samþykkir breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suður og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingaráðs.