Mávahraun 11, lóðarstækkun og lóðarleigusamningur
Mávahraun 11
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1779
1. febrúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
12.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan.sl. Ósk um stækkun á lóð í samræmi við gildandi deiliskipulag, sem öðlasti gildi 27. apríl 2012.
Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stækkun á lóð Mávahrauns 11 úr 911 m² í 1.052 m² í samræmi við gildandi deiliskipulag og samþykktir jafnframt framlagðan lóðarleigusamning og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.
Svar

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir, gerir grein fyrir breytingu sem gerð hefur verið á orðalagi tillögu sem bæjarráð leggur fyrir bæjarstjórn, frá fundarboði, en um það er að ræða að lagfæringu á stærð lóðar.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum breytt orðalag, sbr. ofangreint sem og stækkun á lóð Mávahrauns 11 úr 911 m² í 1.016,3 m² í samræmi við gildandi deiliskipulag og samþykktir jafnframt framlagðan lóðarleigusamning.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121830 → skrá.is
Hnitnúmer: 10036011