Opið bókhald
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3456
26. janúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
Tillaga: Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa opnun á bókhaldi Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa opnun á bókhaldi Hafnarfjarðarkaupstaðar.


Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar fagna því að þetta mál hafi loks fengið brautargengi en sambærileg tillaga sem fulltrúar minnihlutans lögðu fram í bæjarstjórn í desember 2014 var ekki tekin til afgreiðslu. Árin á undan hafði Hafnarfjörður óumdeilanlega verið í farabroddi íslenskra sveitarfélaga í að auka aðgengi almennings að upplýsingum og var m.a. fyrsta sveitarfélagið hér á landi til að opna fyrir rafrænan aðgang almennings og fjölmiðla að málsgögnum bæjarstjórnar og undirnefnda hennar. Töldum við beint aðgengi almennings að ítarlegum fjárhagsupplýsingum vera eðlilegt og rökrétt næsta skref á þeirri vegferð. Meirihlutinn félst ekki á tillöguna heldur vísaði henni til frekari skoðunar hjá bæjarstjóra. Það er fagnaðarefni að loks hafi verið fallist á að opna bókhald Hafnarfjarðarbæjar fyrir bæjarbúum.


Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

Í samstarfssáttmála meirihluta bæjarstjórnar 2014-2018 segir að
bókhald bæjarins skuli opnað.
Þessu stefnumáli er hér með komið í framkvæmd.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking
    Fulltrúar Samfylkingar fagna því að þetta mál hafi loks fengið brautargengi en sambærileg tillaga sem fulltrúar minnihlutans lögðu fram í bæjarstjórn í desember 2014 var ekki tekin til afgreiðslu. Árin á undan hafði Hafnarfjörður óumdeilanlega verið í farabroddi íslenskra sveitarfélaga í að auka aðgengi almennings að upplýsingum og var m.a. fyrsta sveitarfélagið hér á landi til að opna fyrir rafrænan aðgang almennings og fjölmiðla að málsgögnum bæjarstjórnar og undirnefnda hennar. Töldum við beint aðgengi almennings að ítarlegum fjárhagsupplýsingum vera eðlilegt og rökrétt næsta skref á þeirri vegferð. Meirihlutinn félst ekki á tillöguna heldur vísaði henni til frekari skoðunar hjá bæjarstjóra. Það er fagnaðarefni að loks hafi verið fallist á að opna bókhald Hafnarfjarðarbæjar fyrir bæjarbúum.
  • Sjálfstæðisflokkur, Framtíð
    Í samstarfssáttmála meirihluta bæjarstjórnar 2014-2018 segir að