Frístundaþjónusta, tilfærsla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3458
23. febrúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram minnisblað, svar við fyrirspurn frá fulltrúm Samfylkingar frá 26. janúar s.l.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að endurskipulagningu á þeirri starfsemi sem farið hefur fram í Húsinu í samráði við fjölskyldu- og frístundaþjónustu og fjölskylduþjónustu og í samræmi við umræður á fundinum.



Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa furðu yfir þeim vinnubrögðum sem hér hafa verið viðhöfð. Hér hefur átt sér stað, að því er virðist, stór pólitísk ákvörðun án aðkomu kjörinna fulltrúa. Ákvörðunin felst ekki eingöngu í því að verið sé að færa ákveðna starfsemi á milli sviða heldur er verið að leggja niður hugmyndafræði um Ungmennahús í Hafnarfirði þar sem Húsið verður ekki lengur opið öllu ungu fólki heldur eingöngu skjólstæðingum félagsþjónustunnar. Frá og með áramótum er ekki lengur starfandi félagsmiðstöð fyrir fólk 16 ára og eldri í Hafnarfirði. Þessi ákvörðun er einnig á skjön við þá hugmyndafræði sem innleidd var hjá Hafnarfjarðarbæ við yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríkinu til bæjarins um að innleiða alla starfsemi inn í þá sem fyrir var og koma þannig í veg fyrir aðskilnað fatlaðra og ófatlaðra hjá Hafnarfjarðarbæ. Frá og með áramótum er gerður greinarmunur á frístundum fatlaðra og frístundum ófatlaðra hjá Hafnarfjarðarbæ sem er með öllu óviðunandi og ekki til umræðu af okkar hálfu.



Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking
    Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa furðu yfir þeim vinnubrögðum sem hér hafa verið viðhöfð. Hér hefur átt sér stað, að því er virðist, stór pólitísk ákvörðun án aðkomu kjörinna fulltrúa. Ákvörðunin felst ekki eingöngu í því að verið sé að færa ákveðna starfsemi á milli sviða heldur er verið að leggja niður hugmyndafræði um Ungmennahús í Hafnarfirði þar sem Húsið verður ekki lengur opið öllu ungu fólki heldur eingöngu skjólstæðingum félagsþjónustunnar. Frá og með áramótum er ekki lengur starfandi félagsmiðstöð fyrir fólk 16 ára og eldri í Hafnarfirði. Þessi ákvörðun er einnig á skjön við þá hugmyndafræði sem innleidd var hjá Hafnarfjarðarbæ við yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríkinu til bæjarins um að innleiða alla starfsemi inn í þá sem fyrir var og koma þannig í veg fyrir aðskilnað fatlaðra og ófatlaðra hjá Hafnarfjarðarbæ. Frá og með áramótum er gerður greinarmunur á frístundum fatlaðra og frístundum ófatlaðra hjá Hafnarfjarðarbæ sem er með öllu óviðunandi og ekki til umræðu af okkar hálfu.