Frístundaþjónusta, tilfærsla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1781
1. mars, 2017
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 22. febr. sl. Tekin til afgreiðslu tillaga Samfylkingar og Vinstri grænna frá síðasta fundi fræðsluráðs: "Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir að fá faglega úttekt á gæðum frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hvernig hefur til hefur tekist með yfirfærslu málaflokksins frá fjölskylduþjónustu yfir á fræðslu- og frístundaþjónustu." Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir úttekt á starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila sem er uppistaða í tómstundastarfsemi á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Eins og fram kom í kynningu íþrótta- og tómstundafulltrúa var gerð úttekt á starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva ÍTH vorið 2014 sem framkvæmd var af hálfu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Enn er unnið að innleiðingu breytinga í takt við úttektina og þróun starfseminnar enn í gangi. Afgreiðslu tillögunnar frestað.
Svar

Bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir kemur upp í andsvar. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tekur til máls. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja MAgnúsdóttir.

1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundargerð.

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls. 2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að andsvari. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tekur til máls. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir kemur upp í andsvar.