Rafhleðslustöðvar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1867
14. apríl, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.apríl sl. Gjaldtaka af rafhleðslulstöðvum
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að leggja gjald vegna notkunar rafhleðslustöðvar við Fjörð. Gjaldtaka fyrir hraðhleðslu (DC) verður 20kr. fyrir kWh. og 19kr. fyrir mínútuna eftir fyrstu 15 mínúturnar. Gjaldtaka fyrir hæghleðslu (AC) verður 20kr. fyrir kWh. og 2kr. fyrir mínútuna eftir fyrstu 15 mínúturnar
Svar

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Jón Ingi Hákonarson leggur fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Viðreisnar samþykkir framlagða tillögu um að taka upp gjaldtöku á rafhleðslustöðvum við Fjörð. Viðreisn kallar af þessu tilefni eftir heilstæðri stefnu Hafnarfjarðarbæjar þegar kemur að rafvæðingu bílaflotans.