Hraunskarð 2, fjölgun íbúða
Hraunskarð 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3487
8. mars, 2018
Annað
Fyrirspurn
Til umræðu.
Svar


Fundarhlé gert kl. 10:00.
Fundi fram haldið kl. 10:25.

Guðlaug Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 10:30.


Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram svohljóðandi bókun:

Þann 5. júlí 2016 undirrituðu Hafnarfjarðarbær og Alþýðusamband Íslands viljayfirlýsingu um uppbyggingu 150 leiguíbúða í Hafnarfirði á næstu fjórum árum. Samkvæmt fréttatilkynningu sem birtist á vef Hafnarfjarðarbæjar sama dag kemur fram að afhenda átti lóðir fyrir 60 íbúðir á árunum 2016-2017 og 90 íbúðir á árunum 2018-2019.

Þann 12. september 2016 úthlutaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar lóðinni Hraunskarð 2 í þetta verkefni. Í bréfi frá íbúðafélaginu Bjargi dags. 11. janúar 2018 kemur fram að skipulag lóðarinnar styðji ekki við markmið um hagkvæmni sem kveðið er á um í lögum um almennar íbúðir og er skilyrði fyrir veitingu stofnframlags. Skilmálar varðandi húsagerð og útanhúsklæðningar kalla á töluvert meira en hámarkskostnaður leyfir fyrir almennar íbúðir. Íbúðafélagið Bjarg telur því ekki mögulegt að byggja almennar íbúðir á lóðinni.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa vonbrigðum með þá stöðu sem upp er komin. Hafnarfjörður var fyrsta sveitarfélagið til að gera slíkan samning í þeim tilgangi að auka framboð á leiguhúsnæði fyrir tækjulægri hópa. Nú virðist sá samningur í uppnámi, en á sama tíma er uppbygging að hefjast í Reykjavík og fleiri sveitarfélögum og er allt útlit fyrir að enn frekar tefjist uppbygging á almennu leiguhúsnæði í Hafnarfirði.


Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar lögðu fram svohljóðandi bókun:

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar ítreka það sem upplýst var um á fundinum að vinna er í fullum gangi á Umhverfis- og skipulagssviði við að finna lausn á málinu.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 214363 → skrá.is
Hnitnúmer: 10100987