Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22. febrúar sl. var eftirfarandi erindi visað til skipulags- og byggignarráðs:
"Lögð fram fyrirspurn Byggingarfélags Gylfa og Gunnars (Bygg hf) dags. 15.2.2017 um hvort leyft verði að breyta byggingarefni að utan, þ.e. timbur í steinda áferð."
Svar
Skipulags- og byggingarráð synjar framkominni fyrirspurn með 4 atkvæðum gegn einu um breytt byggingarefni.
Ólafur Ingi Tómasson fulltrúi Sjálfstæðisflokks samþykkir fyrirliggjandi erindið fyrir sitt leiti og vísar í bókun sína frá 12. apríl 2016.