Hamarsbraut 5, breyting á deiliskipulagi
Hamarsbraut 5A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 641
23. janúar, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum að grenndarkynna nýja tillögu dags. 30.05.2017 að breyttu deiliskipulagi á lóð við Hamarsbraut 5 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir tvíbýlishús og færslu á bílastæðum á lóð. Breytt tillaga var grenndarkynnt frá 29.06.2017-10.08.2017. Athugasemdir bárust frá 10 aðilum.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 22.11. s.l. að vísa málinu aftur til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 28.11.2017 og fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð varðandi umferðar- og skólamál. Lögð fram greingerð skipulagsfulltrúa dags. 08.01.2018.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrir sitt leyti greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 8.1. 2018 og ítrekar samþykkt sína frá 24.8.2017 á fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi dags.30.5.2017 og vísar málinu aftur til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 205195 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097575