Hamarsbraut 5, breyting á deiliskipulagi
Hamarsbraut 5A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1799
31. janúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.jan. sl. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum að grenndarkynna nýja tillögu dags. 30.05.2017 að breyttu deiliskipulagi á lóð við Hamarsbraut 5 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir tvíbýlishús og færslu á bílastæðum á lóð. Breytt tillaga var grenndarkynnt frá 29.06.2017-10.08.2017. Athugasemdir bárust frá 10 aðilum.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 22.11. s.l. að vísa málinu aftur til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 28.11.2017 og fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð varðandi umferðar- og skólamál. Lögð fram greingerð skipulagsfulltrúa dags. 08.01.2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrir sitt leyti greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 8.1. 2018 og ítrekar samþykkt sína frá 24.8.2017 á fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi dags.30.5.2017 og vísar málinu aftur til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

Þá tekur til máls Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi. Adda María svarar andsvari.

Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum gegn 5 fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deilskipulagi Hamarsbrautar 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41.gr. laga 123/2010.

Gunnar Axel Axelsson kemur að eftirfarandi bókun minnihluta Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Bæjarfulltrúar minnihlutans hafa ítrekað bent á að í þessu máli hafi sjónarmið íbúa svæðisins ekki haft neitt vægi við meðferð þess og afgreiðslu. Hefur afgreiðslu málsins í tvígang verið frestað hér í bæjarstjórn, síðast með þeim orðum formanns bæjarráðs að ætlunin væri að reyna að bæta þar úr og ná sátt við íbúa við Hamarsbraut sem hafa ítrekað mótmælt breytingunni, meðal annars með vísan til þess að með henni sé gengið gegn nýlega samþykktu skipulagi svæðisins. Ekkert liggur fyrir í málinu nú sem bendir til þess að breyting hafi orðið á afstöðu íbúa á svæðinu né heldur að gerð hafi verið raunverleg tilraun af hendi bæjaryfirvalda til að mæta sjónarmiðum þeirra og skapa sátt um fyrirhugaða uppbyggingu. Af þeirri ástæðu getum við ekki samþykkt tillöguna og greiðum atkvæði gegn henni."

Gunnar Axel Axelsson
Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson
Sverrir Garðarsson


220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 205195 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097575