Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.
Tillagan er samþykkt með 7 greiddum atkvæðum, 4 sátu hjá.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Almennt er álitið mikilvægt að almenningsveitufyrirtæki hafi sterka eiginfjárstöðu og séu í stakk búin að takast á við bæði ófyrirsjánleg áföll og nauðsynlegar framkvæmdir og uppbyggingu innviða. Fyrir liggur að HS veitur muni ráðast í umtalsverðar fjárfestingar á þessu ári og er fyrirhuguð lánataka vegna þeirra áætluð um 2,5 milljarðar króna. Það skýtur því óneitanlega skökku við að á sama tíma leggi eigendur fyrirtækisins til að greiða sjálfum sér arð upp á mörg hundruð milljónir króna í formi kaupa á eigin hlutabréfum.