Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug svarar andsvari. Ingi Tómason kemur næst í andsvar við ræðu Guðlaugar sem svarar svo andsvari.
Adda María tekur næst til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni. Ingi Tómason kemur einnig til andsvars við ræðu Öddu Maríu og Adda María svarar andsvari. Ingi Tómason kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni. Ingi kemur að stuttri athugasemd einnig stutt athugasemd frá Öddu Maríu.
Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Guðlaug svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni.
Adda María kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans:
Í svar við fyrsta lið fyrirspurnarinnar, um rekstrartölur FH knatthúsa, vantar síðustu tvö ár, 2016 og 2017. Hér með er fyrirspurnin ítrekuð, hvað varðar þessi tvö ár og farið fram á að sambærileg úttekt verði gerð af endurskoðanda fyrir þessi tvö ár eins og árin 2008-15. Varðandi annan lið fyrirspurnarinnar er því ekki svarað hvernig FH hyggist standa skil á fyrirliggjandi skuldum, sem nema alls um 330 milljónum. Ýjað er að því að greiðslur muni byggja á leigugreiðslum frá bænum vegna nýs húss. Óskað er eftir staðfestingu á því, hvort svo sé og hver verði þá nauðsynleg leiguupphæð árlega, þ.e. hver kostnaður bæjarins verði til framtíðar litið vegna þessara skulda. Í þriðja lið var óskað eftir að endurskoðandi bæjarins yrði fenginn til að sannreyna að engar skuldir séu vegna þessara framkvæmda. Átt er við dagsetningu framlagningar fyrirspurnarinnar hvað varðar þessa greiðslustöðu, þ.e. hver staðan var þann 15. ágúst 2018. Ítrekað að þeirri beiðni verði svarað.