Suðurgata 73, breyting á deiliskipulagi
Suðurgata 73
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 694
28. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga að breyttu deiliskipulagi Suðurgötu 73 dags. 04.05.2019 var lögð fram á fundi skipulags- og byggingarráðs 8.10.2019. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að málsmeðferð fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu yrði samkvæmt 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010 og að tillagan yrði jafnframt grenndarkynnt. Erindinu var jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða fyrirliggjandi tillögu þann 16.10.2019. Tillagan var auglýst og grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum 13.11-30.12.2019. Þrjár athugasemdir bárust. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 14.01.2020 var óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa um fram komnar athugasemdir. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. janúar 2020 og samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málinu skuli lokið í samræmi við 42.gr. skipulagslaga 123/2010 og vísar til samþykktar bæjarstjórnar.