Vinnustaðagreining 2016
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3459
9. mars, 2017
Annað
Fyrirspurn
Freyr Halldórsson PhD kemur á fundinn og kynnir niðurstöður vinnustaðagreiningar 2016, könnun fór fram dagana 7. desember 2016 til 16. janúar 2017.
Svar

Auk þess mætir Berglind Guðrún Bergþórsdóttir mannauðsstjóri Hafnarfjarðar til fundarins.

Bæjarráð fagnar niðurstöðum vinnustaðagreiningar sem gerð var á meðal starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar í des. og jan. sl. Þar kemur fram að ánægja fólks í starfi og starfsandi á vinnustöðunum hefur aukist umtalsvert á milli ára.

Einnig fjölgar þeim sem eru stoltir af því að vinna hjá bænum og líður vel í vinnunni. Aukin ánægja er á milli ára með tæki og gögn á vinnustað, starfsmenn segjast í auknum mæli hvattir til að afla sér þjálfunar og fræðslu vegna starfs síns og vaxandi ánægja er með upplýsingaflæði á vinnustaðnum. Vinnustaðagreiningin er gagnleg til að gera enn betur í starfsumhverfi bæjarins í samráði við starfsfólk.