Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar beiðni um endurupptöku á máli, er varðar breytingu á rými á 1 hæð að Fjarðargötu 19, þar sem sótt var um að breyta húsnæðinu úr skrifstofuhúsnæði í veitingastað.
Að mati nefndarmanna þurfti ekki samþykki húsfélags fyrir þessum gjörningi samanber fjöleignarhúslög nr. 26/1994 auk þess sem aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 kveður á um að fyrst og fremst skal gera ráð fyrir verslunar- og þjónuststarfsemi s.s. veitinga- og gistihúsum á þessum reit.