Bæjarráð vísar tillögu að eignaskiptasamningi til umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem vinna við eignaskiptasamninga við íþróttafélögin hefur staðið yfir undanfarin ár. Jafnframt er óskað eftir því að íþróttafulltrúi og ÍBH taki saman upplýsingar um stöðu mála varðandi aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði. Gerð verði greining á því hver þörfin er og hvar úrbóta sé þörf næstu tvö árin miðað við iðkendafjölda, aðstöðu og úthlutun tíma í knatthúsum og á gervigrasvöllum bæjarins. Einnig að teknar verði saman upplýsingar um fjölda iðkenda í knattspyrnu frá árinu 2014. Bæjarstjóra falið að gera fulltrúum Fimleikafélagsins grein fyrir stöðu málsins.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:
Að íþróttafulltrúi ÍBH taki ekki einungis saman upplýsingar um stöðu mála varðandi aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Hafnarfirði heldur taki íþróttafulltrúi ÍBH saman upplýsingar um stöðu mála varðandi aðstöðu til allrar íþróttaiðkunar í Hafnarfirði. Gerð verði greining á því hver þörfin er og hvar úrbóta er þörf næstu tvö árin miðað við iðkendafjölda, aðstöðu og úthlutun tíma í íþróttamannvikjum og útiíþróttasvæðum bæjarins. Mikilvægt er að fram komi fjöldi núverandi iðkenda eftir íþróttagreinum og hversu margir iðkendur eru á biðlista.