Til máls tekur Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur upp í andsvar. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur upp í andsvar öðru sinni. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir kemur að stuttri athugasemd.
Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.
1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.
Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Borin er upp tillaga að afgreiðslu að samþykkja að vísa framlagðri tillögu til fræðsluráðs.
Fundarhlé kl. 16:30
Fundi framhaldið kl. 16:40
Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls og leggur fram breytta afgreiðslu fyrirlagðar tillögu f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna, sem er svohljóðandi:
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og felur fræðsluráði nánari útfærslu.
Er tillagan borin upp til atkvæða og felld með 7 atkvæðum gegn 4.
Fyrirliggjandi tillaga er borin upp til atkvæða og samþykkir bæjarstjórn með samhljóða með 11 greiddum atkvæðum að samþykkja að vísa framlagðri tillögu til fræðsluráðs.
Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar vekja athygli á því að í fjárhagsáætlun 2017 var aukið fjármagn sett í sálfræðiþjónustu í grunnskólunum og var fjármununum varið til að vinna á biðlistum eftir greiningum. Sálfræðingar hjá sveitarfélögunum sinna fyrst og fremst greiningu, ráðgjöf og eftirfylgni í málum sem koma upp innan grunnskólanna. Það er síðan á hendi ríkisins að veita börnum í sálrænum vanda meðferðir, en það er einkum gert á vettvangi heilsugæslunnar og BUGL. Mikilvægt er að fjárframlag ríkisins fylgi ætli sveitarfélögin að taka yfir þessa þjónustu að hluta eða öllu leyti. Ennfremur er bent á að eitt af forgangsverkefnum Heilsustefnu Hafnarfjarðar sem nýlega var samþykkt snýr að líðan barna í skólum og eru aðgerðir þar að lútandi í undirbúningi. Samstarfshópur á vegum fræðslu- og frístundaþjónustu og fjölskyldusviðs vinnur einnig að tillögum um hvernig samþætta megi betur þjónustu við börn í skólum og tengja við félagsþjónustuna.
Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:
Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar hefðu kosið að bæjarstjórn gæti sameinast um tillöguna og sýndi þannig vilja bæjarstjórnar í þessu mikilvæga máli. Reynsla okkar af vísun mála inn í ráð hefur ekki alltaf verið þannig að þau hljóti brautargengi. Okkar markmið er hinsvegar að sjá tillöguna verða að veruleika og leggjumst því ekki gegn vísun hennar til fræðsluráðs. Það er von okkar að þar fái hún skjóta og góða afgreiðslu.