Fyrirspurn
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 29. mars sl. að vísa eftirfarandi tillögu til bæjarráðs.
Í ljósi alvarlegs skorts á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði á húsnæðismarkaði leggja fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar til að Hafnarfjarðarbær stofni leigufélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni (non profit leigufélag) skv. heimild 38. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál.
Leigufélagið væri húsnæðissjálfseignarstofnun sem sæi um byggingu íbúða sem standa almenningi til boða til leigu á tillits til efnahags eða annarra aðstæðna, gegn viðráðanlegu leigugjaldi sem miðast við afborganir, vexti af lánum, vaxtakostnað, almennann rekstrarkostnaðar og annars kostnaðar af íbúðinni.