Lagt fram minnisblað, svar við fyrirspurn.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar ítreka bókun undir lið um Húsnæðissjálfseignarstofnun, svohljóðandi:
Fulltrúar minnihluta Vinstri grænna og Samfylkingar fagna framkominni tillögu um sjálfseignarstofnun sem mun eiga íbúðir fyrir fólk með tekjur undir viðmiðunarmörkum.
Við hörmum jafnframt að ekki hafi verið skoðuð betur tillaga okkar um stofnun sjálfseignarstofnunar sem myndi byggja og eiga leiguíbúðir fyrir almenning á viðráðanlegu verði (non profit) án tekjuviðmiða sem þannig myndi nýtast öllum almenningi.
Telur minnihlutinn að ekki hafi verið kannaðar nægjanlega vel heimildir sveitarfélagsins til stofnunar slíkrar sjálfseignarstofnunar sem minnihlutinn lagði til sbr. minnisblað lögfræðings um tillöguna.