Krýsuvík, uppsetning tjalds í sandfjörunni við Hverahlíð.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 654
29. mars, 2017
Annað
Fyrirspurn
Kormákur Hlini Hermannsson Icelandexpeditions.is óskar með tölvupósti dags. 24. mars sl. eftir að setja upp tjald yfir daginn þegar fyrirtækið býður uppá ferðir í Krýsuvík við fjöruna við Hverahlíð. Tjaldið verður tekið niður að kvöldi.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúar samþykkja erindið með skilyrðum um góða umgengni. Bent er á að Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd og umrætt svæði er hverfisverndað í aðalskipulagi Krýsuvíkur.
Leyfið er veitt til loka september 2017.