Fyrirspurn
2. tl. úr fundargerð fjölskylduráðs 17. okt. sl.
Heilsuefling eldri borgara er þróunarverkefni sem hefur fest sig í sessi í Hafnarfirði. Janus heilsuefling heldur utan um verkefnið sem hefur skilað góðum árangri. Almenn ánægja er með verkefnið meðal eldri borgara. Í ljósi þess að verkefnið er ekki lengur þróunarverkefni og er að festa sig í sessi er eðlilegt að kostnaðarþátttaka notenda aukist. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram eftirfarandi tillögu varðandi kostnaðarþátttöku notenda: Í dag er kostnaðarþátttakan 5000 krónur. Frá og með 1. janúar 2020 verður kostnaðarþátttakan 7000 krónur. Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og tillögu vísað til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar 2020.