Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson kemur að andsvari og Guðlaug svarar andsvari. Þá kemur Ágúst Bjarni að andsvari öðru sinni sem Guðlaug svarar einnig öðru sinni.
Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Adda María svarar andsvari öðru sinni. Einnig kemur Ingi Tómason að andsari við ræðu Öddu Maríu. Adda María svarar andsvari. Ingi kemur að andsvari öðru sinni. Adda María svarar andsvari. Þá kemur Ágúst Bjarni Garðarsson að andsvari við ræðu Öddu Maríu. Adda María svarar andsvari.
Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.
Fundarhlé kl. 18:02.
Fundi framhaldið kl. 18:11.
Guðlaug Kristjánsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingar og Viðreisnar gerir athugasemd við framlögð svör þar sem vitnað er í 75. grein sveitarstjórnarlaga og reglugerð þeim fylgjandi.
Í reglugerðinni segir, í viðauka III, bls 59: ,,Heimild til tilfærslna innan málaflokka skv. 1. mgr. er háð því að sveitarstjórn hafi áður samþykkt sérstakar verklagsreglur um framkvæmd sérstakra tilfærslna, þar sem fram komi m.a. með skýrum hætti hvaða starfsmenn sveitarfélagsins hafi slíka heimild.“
Óskað hefur verið eftir þessum verklagsreglum, en fram kom í máli bæjarstjóra í dag að reglurnar séu ekki til. Óskað er staðfestingar á því. Séu þær ekki til, ítrekum við spurningu okkar um það hvernig þessi breyting á fjárhagsáætlun telst standast ákvæði sveitarstjórnarlaga, sbr. upprunalega fyrirspurn.