Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3480
16. nóvember, 2017
Annað
Svar

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun. (Sjá fylgiskjal).


Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er eftir því að svör verði lögð fram eigi síðar en fyrir síðari umræðu fjárhagsáætlunar.
Hvað hafa heildartekjur bæjarfélagsins af útsvari annars vegar og fasteignagjöldum hins vegar aukist frá árinu 2014 til áætlunar 2018 á föstu verðlagi?
Hver er heildarrekstrarkostnaður sveitarfélagsins á sama tímabili á föstu verðlagi?
Hver er útgjaldþróunin varðandi framfærslumál ? frá árinu 2014 til áætlunar 2018?
Hverjar hafa verið tekjur bæjarfélagsins af sölu lóða ( atvinnu og íbúðalóða) á árunum 2014- 2017 og hvað er áætlað í tekjur af lóðasölu á árinu 2018?
Hvað hefur bæjarfélagið kostað til vegna gatnaframkvæmda í nýbyggingarhverfum frá 2014?
Hvað er áætlað í gatnagerð og lagnavinnu í nýbyggingahverfum á árinu 2018?
Hvað hefur Hafnarfjarðarbær greitt mikið í heild vegna einkaframkvæmdasamninga frá árinu 2014 á föstu verðlagi?
Hver er eru áætluð útgjöld Hafnarfjarðarbæjar vegna einkaframkvæmdasamninga á árinu 2018?

Fundarhlé gert kl. 9:45

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir vék af fundi kl. 10.

Fundi fram haldið kl. 10:25

Fundarhlé gert kl. 10:50.
Fundi fram haldið kl. 11.

Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs lagði fram tillögu um að fundi yrði frestað til kl. 20:30 í kvöld.

Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.

Fundi framhaldið kl. 20:30. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir mætir til fundarins að nýju.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum 1 til 6 að breytingum á fjárhagsáætlun til fræðsluráðs og breytingartillögu 7 til umhverfis- og framkvæmdaráðs. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að síðari umræða um fjárhagsáætlun fari fram 6. desember nk. í stað 22. nóvember líkt og bæjarstjórn hafði samþykkt á fundi sínum 8. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir að eftirfarandi texta verði bætt við greinargerð með fjárhagsáætlun:

Gert er ráð fyrir að áframhaldandi framlög til uppbyggingar íþróttamannvirkja á áætlunartímabilinu, 2018 til 2021, verði í samræmi við tillögu ÍBH, samanber eftirfarandi tafla:

1. Tillaga að framkvæmdaröð verkefna frá ÍBH
1) Frá 2016-2021 endurbætur/breytingar á golfvelli Golfklúbbsins Keilis á Hvaleyri.
2) Frá 2016-2018 bygging íþróttasalar 2.259 m2 hjá Knattspyrnufélaginu Haukum á Ásvöllum.
3) Frá 2017-2021 bygging nýs skotvallar og frágangur á svæði hjá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar á Iðavöllum.
4) Frá 2017-2020 knatthús 8.600 m2 hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar í Kaplakrika.
5) Frá 2018-2020 bygging nýrrar reiðhallar með félagsaðstöðu og annarri tilheyrandi aðstöðu 4.200 m2 hjá Hestamannafélaginu Sörla að Sörlastöðum.
6) tillFrá 2018-2021 bygging knatthúss hjá Knattspyrnufélaginu Haukum á Ásvöllum.
7) Frá 2019-2021 önnur verkefni sem voru ekki tillögur á 49. þingi ÍBH.
8) Frá 2021 breytingar á golfskála hjá Golfklúbbnum Keili á Hvaleyri.
9) Frá 2021 bygging danssalar 750 m2 hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, staðsetning óákveðin.
10) Frá 2022-2024 bygging nýrrar áhorfendastúku við knattspyrnuvöll hjá Knattspyrnufélaginu Haukum á Ásvöllum.
11) Frá 2022-2023 bygging forsalar í íþróttamiðstöð 400m2 hjá Knattspyrnufélaginu Haukum á Ásvöllum.
12) Frá 2022-2026 bygging badmintonhúss 10 vellir 20mx80m hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, staðsetning óákveðin.

Á árinu 2018 verður gert samkomulag við Knattspyrnufélagið Hauka um undirbúning og hönnun byggingar knatthúss að Ásvöllum. Einnig hefjast á árinu viðræður við hestamannafélagið Sörla um þátttöku bæjarins í uppbyggingu á svæði félagsins.

Eftirfarandi tafla sýnir framlög Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna framkvæmda hjá íþróttafélögum á kjörtímabilinu (2014 til 2018) á meðalverðlagi fyrstu 10 mánaða ársins 2017:


Í þúsundum króna. 2014 2015 2016 2017 2018* Samtals
Íþróttamiðstöðin Kaplakrika 247.946 77.590 58.541 137.000 200.000 721.077
Íþróttamiðstöðin Ásvöllum 109.931 6.022 258.000 340.000 713.954
Kvartmíluklúbburinn 15.499 5.000 20.499
Keilir 13.407 13.197 13.197 39.801
Sparkvellir 11.683 11.683
Skotíþróttasvæðið 12.000 12.000
Skv. forgangslista ÍBH 0
Samtals 247.946 203.020 89.654 408.197 570.197 1.519.014

* Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018