Samráðshópur Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar um tvöföldun Reykjanesbrautar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1788
21. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
6. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15. júní s.l.
"Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni.
Helga Stefánsdóttir forstöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar mætti á fundinn. Vegagerðin tilefnir Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóra þróunarsviðs og Svan G. Bjarnason, svæðisstjóra í starfshópinn.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum."
Svar

Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson svarar andsvari. Til andsvars kemur öðru sinni bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Bókun bæjarstjórnar:
"Með vísan til minnisblaðs sem lagt var fram á fundinum skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á alþingismenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Óskað verður eftir viðræðum við ráðherra og alþingismenn kjördæmisins hið fyrsta vegna þessa brýna öryggis- og hagsmunamáls".

Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.