Samráðshópur Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar um tvöföldun Reykjanesbrautar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3483
11. janúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins.
Svar

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Jafnframt er skorað á þingmenn að sjá til þess að framkvæmdum verði forgangsraðað í samræmi við öryggissjónarmið samgönguáætlunar og því beri að ljúka framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar. Unnið verði skv. tillögu um skiptingu framkvæmda við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar sem samráðshópur Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar hefur lagt fram. Sem fyrsta áfanga verði tryggt fjármagn á árunum 2018 og 2019 til að ljúka framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Kýrsuvíkurveg. Hönnun á þessum vegakafla liggur fyrir. Síðan verði tryggt fjármagn í samgönguáætlun á árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar skv. framangreindri tillögu.“