Skarðshlíð deiliskipulag 3.áfangi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 725
10. október, 2018
Annað
Fyrirspurn
Vegna breytinga á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar bráðabirgðalínur háspennulínu við Hamranes færast skipulagsmörk Skarðshlíðar 3. áfanga. Lega breyttra skipulagsmarka Skarðshlíðar 3. áfanga er einnig í samræmi við breytingu Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 22.8.2018, vegna breyttrar legu Ásvallabrautar og einnig nýs deiliskipulags Ásvallabrautar sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 22.8.2018. Breytingin hefur áhrif á stærð lóðar við Stuðlaskarð 2H, sem ætluð er undir spennustöð.
Svar

Breyting skipulagsmarka Skarðahlíðar 3. áfanga hafa ekki áhrif á aðra þætti skipulagsins og Hafnarfjarðarbær er eini hagsmunaaðilinn. Breytingin er því samþykkt í samræmi við 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.