Fyrirspurn
Tekin fyrir á ný tillaga um að Hafnarfjarðarbær auglýsi eftir skipulagshönnuðum vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu innan bæjarmarkanna. Um ólík landsvæði er að ræða. Horft er til þess að þétta byggð innan bæjarins í þegar byggðum hverfum þar sem landrými er fyrir hendi. Meginmarkmið er að stuðla að betri nýtingu landsvæðis undir íbúðabyggð um leið og byggðamynstur hvers hverfis fyrir sig er haft að leiðarljósi. Enn fremur er um að ræða deiliskipulagsgerð á nýbyggingar- og iðnaðarsvæðum. Erindið var lagt fram á fundi ráðsins þann 16.05. s.l.