Flensborg, fjárhagsstaða framhaldsskóla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1785
10. maí, 2017
Annað
Svar

Lögð fram eftirfarandi tillaga að ályktun bæjarstjórnar:

Flensborgarskólinn hefur lagt áherslu á að þjónusta breiðan hóp nemenda og ljóst er að fjárveitingar til skólans eru ekki í samræmi við það þjónustustig sem þar er veitt.
Flensborgarskólinn er mikilvægur hlekkur í nærsamfélagi Hafnarfjarðar enda þjónustar hann fyrst og fremst hafnfirsk ungmenni. Það er því mikilvægt fyrir hafnfirskt samfélag að standa vörð um það góða starf sem unnið hefur verið í skólanum og tryggja áfram gott þjónustustig og fjölbreytt námsframboð. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á stjórnvöld að sá sparnaður sem til verður vegna styttingar á námstíma til stúdentsprófs verði nýttur eins og lofað var til að efla framhaldsskólakerfið og bæta rekstrarstöðu þess.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Framlögð ályktun samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.