Forseti gerir tillögu að breytingu á orðalagi þeirrar tillögu sem lögð er fyrir bæjarstjórn, þannig að hún sé í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. En fyrir mistök vantar tilvísun í tillögu skipulags- og byggingarráðs í að lagt sé til að fyrirliggjandi tillögur verði auglýstar. Textinn sem lagður er fyrir bæjarstjórn er því eftirfarandi: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á landnotkun í aðalskipulagi Hafnarfjarðar og að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykki bæjarstjórn breytt deiliskipulag fyrir Suðugötu 40-44 og að auglýsa það í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls.
Adda María Jóhannsdóttir tekur einnig til máls. Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur einnig Ólafur Ingi Tómasson. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.
Margrét Gauja Magnúsdóttir tekur til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 greiddum atkvæðum ofangreinda tillögu eins og hún var borin upp með breytingum af forseta.