Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga.
Samþykkt með 11 greiddum atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar:
"Við þéttingu byggðar er mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum í hverfum. Eins og réttilega kemur fram í lýsingunni sem fylgir tillögunni þarf að skoða áhrif fjölgunar íbúða í hverfum á stofnanir er sinna grunn- og stoðþjónustu. Á þetta er rétt að leggja áherslu og ítrekum við fyrri bókanir okkar er varða leikskólamál í umræddu hverfi, þ.e. Suðurbæ en eina leikskólaúrræði hverfisins var lokað sl. vor þrátt fyrir að þar væri þörfin fyrir aukin leikskólapláss mest."