Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.
Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Í umsögn frá fræðslustjóra dags. 17. ágúst 2017 sem upphaflega fylgdi málinu var fjallað um möguleg áhrif umræddra skipulagsbreytinga á leik- og grunnskólastarf á svæðinu. Þar sem engar breytingar hafa orðið á stöðu leikskólamála í Suðurbæ er fullt tilefni til að ítreka bókun sem fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram í bæjarstjórn þann 24. maí 2017 og minna á að við þéttingu byggðar er mikilvægt að huga að nauðsynlegum innviðum í hverfum. Í lýsingu sem fylgdi upphaflegu tillögunni er bent á mikilvægi þess að skoða áhrif fjölgunar íbúða í hverfum á stofnanir er sinna grunn- og stoðþjónustu. Á þetta höfum við lagt áherslu og ítrekum fyrri bókanir okkar og tillögur er varða leikskólamál í umræddu hverfi þar sem vöntun á leikskólaplássum er hvað mest í bænum. Nú síðast var tillaga þess efnis lögð fram í bæjarstjórn sem vísaði henni til úrvinnslu í fræðsluráði.