Bæjarráð staðfestir drög að viðauka við þjónustusamning sveitarfélaganna við Fjölsmiðjuna. Þess er farið á leit að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu leggi til 11,5 milljónir króna fram til ársins 2024 til viðbótar því sem þegar er lagt fram skv. núgildandi samningi og nemur framlag Hafnarfjarðar 1.495 þúsund krónum. Bæjarstjóra er veitt fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar samningsins.