Þar sem staðsetning er innan Reykjanesfólkvangs gefur Umhverfisstofnun út leyfi til kvikmyndatöku á umræddum stað. Hins vegar vekur Hafnarfjarðbær athygli á því að skv. fornleifaskráningu sem liggur fyrir eru fornleifar skráðar við Gvendarsel. Um er að ræða tófta - og hleðsluleifar sem taldar eru vera leifar svokallaðs Gvendarsels, sem Gvendarselshæð er kennd við. Auk þess er umrætt svæði innan grannsvæðis vatnsverndar og þarf því að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðisins varðandi vatnsverndina.