Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrir sitt leyti lagfærðan uppdrátt deiliskipulagsins dags. 02.10.2017, breytt 28.02.2018 og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lagfærðan uppdrátt deiliskipulagsins með vísan til 1.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og að erindinu verði lokið með vísan til 3. mgr. 41.gr.skipulagslaga 123/2010".
Fulltrúar BF í skipulags- og byggingarráði vilja árétta hlutverk ráðsins þegar kemur að markmiðum aðalskipulagsins og hinnar gömlu byggðar.
Það er okkar mat að framtíðarsýn bæjarins er veik - ef að rífa á öll þau hús þar sem upp koma veggjatítlur eða mygluvandamál. Mikilvægt
er að koma slíkum málum þar sem skipulags- og byggingayfirvöld eru með frá upphafi.
Þetta mál hefur að okkar mati ekki farið rétta leið í kerfinu þar sem að bæjarráð ákveður að styrkja niðurrif áður en ljóst var hvað ætti að koma í staðinn og án þess að gerður væri heildstæður samningur við eigendur um lausn á þeirra málum.
Mál sem þessi eru mikið tjón fyrir húseigendur og verulega óvissa á líf þeirra og framtíð.
Fulltrúar BF óska því eftir því að Hafnarfjarðarbæ hafa frumkvæði að því að kortleggja þá ferla og þær leiðir sem hægt væri að fara - fyrir húsin og eigendur þeirra.
Við eigum fjársjóð í okkar timburhúsabyggð sem við viljum halda í, varðveita og viðhalda.
Fulltrúar Samfylkingar og VG sitja hjá við afgreiðslu málsins.