Norðurbraut 26, fyrirspurn um lóðarstækkun
Norðurbraut 26
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3467
29. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðsfrá 27.júní s. Íbúar við Norðurbraut 26 óska eftir lóðarstækkun. Núverandi bílaplan nær ekki út að götu. Vilji er til þess að helluleggja og ganga snyrtilega frá yfirborði bílastæðis. Því er óskað eftir að lóðin nái út að götu svo ekki verði óhirtur flái eftir milli götu og bílastæðis. Einnig er óskað eftir að stækka lóðina meðfram Norðurbraut en íbúar við nr. 26 hafa hirt og snyrt ræmuna undanfarin ár. Lögð fram umsögn umhverfis-og skipulagsþjónustu.
Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við umbeðna lóðarstækkun og leggur til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lóðastækkun við Norðubraut 26 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmáls umhverfis- og skipulagsþjónsutu."
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu skipulags- og byggingaráðs

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122019 → skrá.is
Hnitnúmer: 10036902