Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Ágúst Bjarni Garðarsson. Adda María svarar andsvari. Ágúst Bjarni kemur til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni.´Ágúst Bjarni kemur að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kemur næst til andsvars við ræðu Öddu Maríu. Adda María svarar næst andsvari. Rósa kemur þá til andsvars öðru sinni. Adda María svarar andsvari öðru sinni.
Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.
Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Eins og fram kemur í bókunum fulltrúa Samfylkingarinnar í Íþrótta- og tómstundanefnd og ítrekað er í bókun fulltrúa minnihlutaflokkanna í fræðsluráði kveður við annan tón í þeim samningi sem samþykktur hefur verið í fræðsluráði en vilji bæjarstjórnar stóð til í maí 2017. Samþykkt bæjarstjórnar gerði ráð fyrir 100% eignarhlut sveitarfélagsins í íþróttamannvirkjum sem það hefði aðkomu að. Í samningnum sem fræðsluráð hafði til afgreiðslu þann 7. nóvember sl. er gengið fram hjá samþykkt bæjarstjórnar án þess að vísa samningnum eða þeirri stefnubreytingu sem í þessu felst til bæjarstjórnar. Í samningnum er opnað á lægri hlutdeild Hafnarfjarðarbæjar, og lagt til að eignarhluturinn verði samningsatriði milli aðila. Hér er um stefnubreytingu að ræða og horfið aftur til þess fyrirkomulags sem bæjarstjórn var sammála í maí 2017 um að rétt væri að breyta, ekki síst til þess að auka jafnræði meðal félaga og deilda innan íþróttahreyfingarinnar. Það er miður að sú þverpólitíska samstaða sem ríkti í bæjarstjórn í maí 2017 hafi verið rofin. Á þeim forsendum sitjum við hjá við afgreiðslu þessa samnings.
Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson
Forseti ber upp tillögu um að fyrirliggjandi samstarfssamningur ÍBH verði samþykktur og er tillagan samþykkt með 6 atkvæðum og 5 bæjarfulltrúar sitja hjá.
Guðlaug KRistjánsdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu og tekur um leið undir ofangrenda bókun fulltrúa Samfylkingarinnar.