Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að komi til þess að stofnstyrkur verði ekki hækkaður ábyrgist bærinn greiðslu á mismun á stofnstyrk frá Íbúðalánasjóði skv. nýrri reglugerð og eldri reglugerð að upphæð 5.483.000.-. Komi til þessa verður gerður viðauki.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar fagna stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar Hafnarfjarðarbæjar. En hörmum að meirihlutinn hafi ekki tekið undir tillögu okkar sem lögð var fram þann 29. mars 2017. Um óhagnaðardrifið leigufélag fyrir almenning sem sæi um byggingu íbúða sem standa öllum almenningi til boða til leigu án tillits til efnahags eða annarra aðstæðna, gegn leigugjaldi sem miðast við afborganir, vexti af lánum, vaxtakostnað, almenns rekstrarkostnaðar og annars kostnaðar af íbúðinni.